Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/60

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

56

verulega lærður maður. Faðir þinn ætlar ef til vill ekki að lofa þjer að fara?

Loftur

rjettir úr sjer.

Jeg veit það ekki.

Dísa

glöð.

Þarna sjerðu, að jeg rendi undireins grun í, hvað það er, sem veldur þjer áhyggju.

Áköf.

Jeg skal taka að mjer, að tala um fyrir föður þínum. Jeg man ekki eftir, að hann hafi nokkurn tíma neitað mjer um neitt, sem jeg hef beðið hann um. Vilji hann ekki láta sig, fæ jeg pabba í lið með okkur. Í því máli veit jeg, að faðir þinn beygir sig fyrir hans áliti. Þú þarft ekkert að óttast.

Loftur

dauflega.

Segðu mjer eitthvað um ferðina. Þið hafið farið fjöll? Voruð þið heppin með veðrið?

Dísa

Henni þykir miður.

Við höfðum ágætis veður alla leið. Við fórum Kjalveg.