Þessi síða hefur verið prófarkalesin
57
- Áköf.
Það er þó ekki komið missætti upp á milli pabba og föður þíns?
Loftur
Ekki það jeg til veit.
Dísa
- rjálar við fötin sín.
Mömmu finst faðir þinn vera nokkuð ráðríkur. Það veit jeg. En mjer finst það vera það rjetta, að pabbi hafi allan hugann við guðs ríki. Þú hugsar víst ekki heldur um eignir og fjármál, þegar þú ert orðinn verulega lærður maður. Heldurðu það?
Loftur
- hefur horft á hana, á meðan hún talar. Málrómurinn er innilegur, en óstyrkur.
Því hef jeg ekki hugsað oftar um þig!
Dísa
Því viltu ekki trúa mjer fyrir því, sem amar að þjer? Við höfum alt af verið eins og systkini.
Loftur
Jeg vildi óska, að jeg væri frjáls maður, og gæti þegar siglt til útlanda. Jeg held, að jeg hafi óskað þess, frá því þú stóðst í stofudyrunum.