Þessi síða hefur verið prófarkalesin
59
Dísa
Já.
- Þau taka ábreiðuna og bera hana fram á gólfið.
Loftur
- stígur á ábreiðuna.
Komdu og fljúgðu með mjer.
Dísa
- hlær.
Ertu svona heimskur enn þá?
Loftur
- kinkar kolli, alvarlegur.
Komdu.
Dísa
- hristir höfuðið.
Nei, jeg vil það ekki.
Loftur
- rjettir fram hendurnar.
Komdu, Dísa.
Dísa
- gengur til hans, stígur á ábreiðuna.
- Á meðan Dísa og Loftur tala saman, fer kvöldroðinn að slá bjarma á himininn.
Loftur
- tekur utan um mittið á henni.