Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/63

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

59

Dísa

Já.

Þau taka ábreiðuna og bera hana fram á gólfið.

Loftur

stígur á ábreiðuna.

Komdu og fljúgðu með mjer.

Dísa

hlær.

Ertu svona heimskur enn þá?

Loftur

kinkar kolli, alvarlegur.

Komdu.

Dísa

hristir höfuðið.

Nei, jeg vil það ekki.

Loftur

rjettir fram hendurnar.

Komdu, Dísa.

Dísa

gengur til hans, stígur á ábreiðuna.
Á meðan Dísa og Loftur tala saman, fer kvöldroðinn að slá bjarma á himininn.

Loftur

tekur utan um mittið á henni.