Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/64

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

60

Nú látum við aftur augun, til þess að sjá betur.

Dísa lætur aftur augun. Loftur tautar, eins og hann þylji einhver töfraorð.

Fljúgðu, fljúgðu, klæði — hvert á land, sem þú vilt!

Blæs á augnalokin á Dísu.

Nú blæs vindurinn á augnalokin á okkur.

Lætur aftur augun. Þau rugga hægt fram og aftur.

Sjáðu, hvernig landið líður burt undan fótunum á okkur. Nú lyftumst við hátt upp yfir skýin. Heyrirðu niðinn í fjarska? — Það er hafið.

Tautar.

Fljúgðu, fljúgðu , klæði!

Opnar augun, horfir á Dísu.

Þekkirðu óskabrunninn, sem steinarnir dansa í? Þangað fljúgum við. Steinarnir hoppa upp úr vatninu, ótölulega margir, dropóttir og einlitir, hver með sína náttúru, jafn-margvíslega eins og hugsanir mannanna.

Gegnum opinn gluggann heyrist lágt forspil frá kirkjunni.

Einn af þeim er lífsteinninn, rauður eins og blóð. Annar er hulinhjálmssteinninn, dökkblár, með gyltum rákum. Þar er lausnarsteinninn dökklitaður; hann er eins og hjarta í laginu.

Loftur hefur krept hnefann og opnað hann aftur.

En þú sjerð ekki sjálfan óskasteininn, því