Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/65

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

61

hann liggur á botninum og hann tekur aldrei þátt í dansinum. En hvítur bjarminn af honum ljómar upp úr vatninu.

Röddin ljómar af fögnuði.

Þegar bjarminn ljómar á andlit einhvers manns, fær hann uppfylling óska sinna. Nú ljómar bjarminn á andlitið á mjer! — Dísa! Dísa!

Sleppir henni, stendur með útbreiddan faðminn.

Nú kyssirðu mig!

Dísa

opnar augun, horfir á hann, tekur utan um hálsinn á honum og kyssir hann.

Tjaldið.