Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/66

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

ANNAR ÞÁTTUR.


Daginn eftir. Sama stofa . Úti hellirigning og hvassviðri. Regnið streymir niður eftir rúðunum . Ráðsmaðurinn situr við skatolið. Á borðplötunni liggur opin reikningsbók. Ólafur situr skamt frá.

Ráðsmaðurinn

lokar bókinni.

Nú er jeg búinn að segja þjer það, sem jeg þarf.

Ólafur

stendur á fætur.

Ráðsmaðurinn

Skyldi það koma fyrir, að jeg yrði lengur en átta daga að heiman, þá lætur þú fólkið vinna að því, sem þjer sýnist þarfast. Mjer er óhætt að reiða mig á þig.

Ólafur

Á jeg að hafa hestana til klukkan fjögur í fyrra málið, þó þessu hrakviðri haldi áfram?