Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/68

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

64

framtíð þína. Hefur þú löngun jafn-mikla og áður til þess að fara utan, þegar þú hefur lokið náminu.

Loftur

Já, það hef jeg.

Ráðsmaðurinn

Það gleður mig að þú hefur ekki í hyggju að sækja undireins um neitt minniháttar embætti. Það gleður mig stórlega. Þú værir líka full-ungur prestur. Hvaða takmark hefur þú sett þjer?

Loftur

stendur upp.

Jeg vil afla mjer meiri fróðleiks.

Ráðsmaðurinn

Sestu, drengur minn.

Loftur

sest.

Ráðsmaðurinn

Jeg álasa engum, sem safnar peningum, án þess að vita, til hverra framkvæmda hann ætlar sjer að nota þá. Jeg álasa þjer heldur ekki fyrir það að þú vilt afla þjer lærdóms, til þess að vera reiðubúinn þegar tími framkvæmdanna kemur. En gullið fær þá fyrst sitt sanna gildi,