Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/69

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

65

þegar viljinn umskapar það um leið og höndin safnar því, og sá stigi, sem heitir lærdómur, verður þjer þúsundfalt kærri, ef þú veist, hvar þú ert staddur þegar upp kemur. Farðu þess vegna að ráðum föður þíns og settu þjer ákveðið takmark. Það styrkir hugsanir þínar og gerðir. Og takmarkið liggur beint fram undan þjer. Þú hefur óvenjulegar gáfur og átt efnaðan föður. Hvað skyldi vera því til fyrirstöðu að biskupsskrúðinn á sínum tíma yrði lagður á herðar þjer.

Loftur

Jeg hef getið mjer til, að sú væri ósk þín.

Ráðsmaðurinn

Það eru ekki nema tvö biskupsdæmi á landinu, en margir metorðagjarnir feður. Þess vegna verðurðu í tæka tíð að búa vopnin í hendurnar á þjer. Þú skalt afla þjer orðstírs utanlands, Hann berst með vindinum og grær þar sem síst skyldi ætla. Örlætið er oftast nær blint, en það sómir þeim vel, sem skara fram úr fjöldanum.

Sest.

Jeg skal segja þjer sögu af einum af gömlu biskupunum. Einu sinni þegar hann var ytra, komu þrjár guðs ölmusur inn í stofuna til hans. Hann átti ekkert skotsilfur, en dýrmætan silfurbikar. Hann fleygði bikarnum í gólfið, og það undur varð, að hann hrökk sundur í þrjá jafna parta. Þetta skapaði frægð hans á Ís-

5