66
landi. Taktu eftir því, að hann átti ekkert annað, sem hann gat við sig losað, og þó var hann jafn-örlátur eftir sem áður. Þetta kennir þjer að það er hyggilegt að leyna hag sínum. Við það verða gjafirnar meira virði — og enginn af þeim, sem þiggur ölmusur þínar, spyr hvaðan auðæfi þín stafi. Þegar þú einhvern tíma ert sestur í völdin, þá skýldu valdi þínu með auðmýkt og fjöldinn heldur að þú hafir vald þitt frá guði. — Sonur minn! Jeg hef ekki enn minst á það, sem mjer liggur mest á hjarta, og það, sem er mest áríðandi fyrir þig í lífinu. Þegar sá tími kemur að þú hygst að velja þjer konu, þá veldu hana af göfugum ættum, því konan þín er brot af sjálfum þjer — og hennar orðstír mun falla á þig sem birta eða skuggi.
Loftur
- stendur á fætur.
Þú þarft ekkert að óttast.
Ráðsmaðurinn
- Rómurinn er breyttur.
Mjer hefur borist fregn. Hún kom eins og ískaldur næðingur inn um opinn glugga. Þú áttir að hafa valið þjer konuefni. Jeg nefni ekki nafnið. Þú veist eins vel og jeg, að stúlkan er þjer ekki samboðin.
- Stendur upp.