Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/71

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

67

Loftur

Hver hefur borið þjer þessa fregn?

Ráðsmaðurinn

Jeg kýs helst að þú hlustir þegjandi á mig, því annaðhvort segir þú mjer ósatt eða þú talar í hreinskilni, og mjer er hvortveggja jafn óljúft. Jeg vil tala um þetta eins og það væri ekki annað en ástæðulaus grunur. Reiðin yfirbugaði mig í svip, þegar jeg frjetti þetta. Mjer datt í hug að beita þig valdi. En þegar jeg íhugaði hvernig jeg er sjálfur skapi farinn, skildist mjer að það kynni að ala upp í þjer þrjósku. Jeg ásetti mjer að láta reiði mína vofa yfir þjer eins og þrumuský. Þá mintist jeg móður þinnar sálugu, sem þú mistir svo ungur. Þú hefur óefað þrásinnis vitandi og óafvitandi saknað umhyggju hennar. Söknuðurinn hefur gert lund þína viðkvæma. Jeg sá það á því, hvað vinátta þín við Ólaf var heit. — Í honum fanst þú göfuga sál. En nú hefur þú misskilið tilfinningar þínar, eða ef til vill hefur stúlkan misskilið þær. Sonur minn! Jeg ávíta þig ekki, en sorg mín stendur við hurð þína og hlustar

Það er drepið á dyr.

Ráðsmaðurinn

Já.

Vinnumannahópur kemur inn, holddrepa utan úr rigningunni. Þeir standa í þjettum hnapp.
5*