Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/72

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

68

Ráðsmaðurinn

Hefur nokkurt slys viljað til?

Ungur vinnumaður

Áin fer hríðvaxandi.

Ráðsmaðurinn.

Komið þið allir heim af engjunum til þess að skýra mjer frá því?

Ungi vinnumaðurinn

Við hjeldum að ráðsmaðurinn tæki ekki eftir rigningunni. Nú höfum við staðið gagndrepa við sláttinn meira en heila klukkustund.

Togar upp skyrtuna.

Það er ekki hundi út sigandi.

Rödd úr hópnum

Sýndu ráðsmanninum að skyrtan er rennvindandi.

Ráðsmaðurinn

lítur kuldalega á þá, sest.

Jeg ljet kalla á stúlkurnar. Þið eruð karlmenn og skammist ykkar ekki.

Við unga manninn.

Faðir þinn verður hreykinn af þjer, þegar hann fær að heyra, að þú kvartar undan ofurlítilli rigningarskvettu. Jeg man eftir einu kveldi. Hann kom utan úr stórhríð. Klakadrönglarnir hjengu í skegginu á honum og alt