Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/73

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

69

andlitið var sviðið af frostbrunanum. Það bar ekki á því að hann kveinkaði sjer.

Hlær.

Hann hló og sagði, að nú væri gaman að því að sjá þá stúlku, sem vildi kyssa hann.

Bendir.

Og þú, sem stendur aftast og hlakkar til þess að vinda úr skyrtunni þinni. Jeg man það um hana móður þína, að hún reis úr sæng þremur dögum eftir að þú varst fæddur til þess að hjálpa föður þínum við töðuhirðinguna.

Þegir andartak.

Eftir hverju bíðið þið? Snautið þið inn til ykkar og hafið fataskifti.

Vinnumennirnir fara þegjandi út, það stendur pollur eftir þá á gólfinu.

Ráðsmaðurinn

horfir á eftir þeim. Snýr sjer að Lofti.

Viltu láta aftur hurðina? Það var dálítið, sem jeg átti eftir að segja þjer.

Loftur

Stendur upp, lokar hurðinni.

Ráðsmaðurinn

stendur upp og gengur að Lofti.

Þú hefur ekki enn þá haft peninga undir höndum að nokkrum mun. Það er yfirsjón, því að þú átt í vændum að verða auðugur maður.