Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/75

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

71

Tekur um úlnliðinn á honum.

Jeg vil trúa þjer fyrir því, að stundum efast jeg um barnalærdóminn minn, vegna þess að jeg hef aldrei enn hitt nokkurn þann mann, að mjer hafi fundist hann verðskulda ódauðleikann. En ef hamingjan veitti mjer það, að þú stæðir yfir banasæng minni, mundi mjer finnast jeg sofna í forsælunni undir lífsins trje.

Leggur hönd á höfuð honum augnablik. Fer, lætur aftur á eftir sjer.

Loftur

stendur grafkyr andartak. Flýtir sjer til dyranna eins og hann ætli að kalla á föður sinn. Nemur staðar. Gengur að skatolinu, leysir utan af pokanum. Heyrir fótatak og ýtir pokanum undan.
Drepið á dyr.

Dísa

kemur inn, verður feimnisleg, þegar hún sjer að Loftur er einn.

Er pabbi þinn ekki hjerna? Jeg átti að sækja hann.

Loftur

Hann er nýgenginn inn til föður þíns.

Gengur fram hjá henni og lokar hurðinni. Gengur að henni og tekur utan um hendurnar á henni.

Dísa! Iðrar þig þess, að þú fylgdir mjer í gær til óskabrunnsins?