Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/76

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

72

Dísa

Nei.

Loftur

Ertu viss um, að gleðin yfir því að vera komin heim, hafi ekki vilt þjer sjónir?

Dísa

Já, það er jeg. Fjöllin voru lægri og áin minni en mig minti. En þú varst hinn sami.

Loftur

tekur utan um vangana á henni.

Leiksystir mín! Æskuvinan mín! Ástin mín!

Kyssir hana.

Dísa

Jeg er feimin við þig — eins og þú værir konungssonur.

Loftur

krýpur.

Jeg krýp fyrir æskunni og sakleysinu. Jeg er þín ekki verður. — En jeg veit, að þú getur hjálpað mjer.

Stendur á fætur.

Mig tekur sárt, ef ást mín skyldi setja blett á þig. Efinn hefur aldrei brugðið skugga á augun í þjer. Birtan í þeim er þakkargjörð til lífsins. En jeg — jeg er brotasilfur — molar af illu og góðu.