Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/77

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

73

Dísa

Jeg ann þjer eins og þú ert. Í gærkveldi, þegar jeg var háttuð í gamla rúminu mínu, lá jeg lengi og hugsaði — og svo sigu augnalokin á mjer aftur eins og þung hurð að baki okkar

Loftur

hæglátlega.

Um hvað hugsaðir þú?

Dísa

sest á bekkinn.

Jeg hugsaði um þig. Það eina ljóta, sem jeg mundi um þig, var það, að einu sinni veiddir þú fuglsunga og læstir hann inni í skemmu. Þú trúðir mjer fyrir því, að með því móti gætir þú náð í einhverja sjaldgæfa töfrajurt.

Loftur

Það var máríerlu-ungi. Móðirin átti að koma með lausnargrasið, til þess að opna lásinn.

Dísa

Jeg þorði ekki að segja þjer frá því.

Brosir.

En það var jeg, sem slepti honum út. Nú gætir þú ekki verið svo grimmur.

Loftur

sest.

Ekki þegar þú ert hjá mjer.