Þessi síða hefur verið prófarkalesin
75
Loftur
- fer undan í flæmingi.
Jeg óska svo margs.
- Gengur að glugganum.
Jeg vildi óska að það væri gott veður. Það ætti ekki að vera rigning, núna þegar þú ert komin. Heyrðu hvernig regnið lemur á rúðunum.
Dísa
Jeg tók ekki eftir rigningunni.
Loftur
- gengur til hennar.
Á morgun verður sólskin. Þú ferð í berjamó. Krækiberin eru orðin svört. Jeg kem á eftir og hitti þig. Þá skulum við vera algjörlega hamingjusöm, bara af því að sólin skín og við erum saman.
Dísa
- hallar sjer upp að honum og horfir framan í hann.
Erum við ekki algjörlega hamingjusöm?
Loftur
- þegir andartak.
Jú, það erum við.
- Kyssir hana á augun.
Einu sinni hjelt jeg að ástin kæmi ekki hugsanalífinu við. Jeg hjelt að ástin væri óafvit-