Þessi síða hefur verið prófarkalesin
76
andi löngun eftir hluttekningu — ákafur gleðiþorsti. En mjer hefur skjátlast óendanlega.
- Leggur snöggvast höndina ástúðlega á andlit hennar.
Ástin til þín hefur gjörbreytt hugsanalífi mínu. Þjer finst sennilega að jeg sje sami maður í dag og í gær. En það er jeg ekki. Í gær var jeg metorðagjarn. Jeg ætlaði að knýja á dyr hins ókunna og stíga yfir þröskuld myrkursins.
Dísa
- hálfhrædd.
Jeg skil ekki, hvað þú átt við.
Loftur
Þú þarft ekki að vera hrædd.
- Sest.
Þú hefur gert mig heilbrigðan.
- Dísa sest.
Valdagirnin, sem brann í mjer, er sloknuð. Nú er jeg innilega glaður yfir því að vera ófullkomin mannvera, sem verður að neyta allra krafta til þess að vinna hvern lítinn sigur. Jeg vil með eigin höndum byggja þá stjett, sem þú átt að ganga á, og elska hvern stein, sem reynir á handleggina.
- Þegir.
Dísa
Loftur!