Þessi síða hefur verið prófarkalesin
77
Loftur
- Kyssir hana á höndina.
Það eru til jurtir, sem geta grætt líkamann. Það hljóta líka að vera til meðul, sem geta grætt sálina. Helgir menn, sem gátu læknað bæði sál og líkama, hafa átt þau meðul. En þeir hafa ekki vitað af því, því annars hefðu þeir kent öðrum, hvernig þeir gætu eignast þau. Hugsaðu þjer mann, sem gæti losað vesælan syndara við valdagirni og losta, loga reiðinnar og myrkur hatursins, með því einu að leggja höndina á höfuð honum — og gæti kent öðrum það, svo að það fjelli aldrei í gleymsku.
- Krýpur fyrir framan Dísu — hneigir höfði.
Dísa
- strýkur á honum hárið.
Loftur
- stendur á fætur, gagntekinn, með tár í augunum.
Nú eygi jeg furðulegt undur! Kærleikurinn getur gert mannshöndina heilaga.
Dísa
- er staðin á fætur.
Loftur
- tekur í höndina á henni og ber hana upp að vörunum á sjer.