Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/82

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

78

Dísa

Jeg elska þig.

Kyssir á hár hans.
Það er drepið á dyr.

Steinunn

kemur inn. Heldur á fötu og gólfþvögu. Hún er í hversdags fötum. Dapureyg. Horfir á þau andartak. Krýpur niður og þurkar upp pollinn.

Dísa

Mamma skilur víst ekkert í, hvað orðið er af mjer.

Brosir.

Hún vill helst að jeg sitji hjá sjer allan daginn.

Gengur til dyranna.

Loftur

Ferðu?

Dísa

Já.

Stendur í dyrunum og horfir á Loft, augun ljóma af fögnuði.

Loftur

horfist í augu við hana, lítur undan.

Dísa

fer.