Þessi síða hefur verið prófarkalesin
79
Loftur
- horfir á Steinunni, verður hryggur á svipinn, gengur að glugganum, stendur andartak og snýr bakinu að Steinunni, gengur til hennar.
Jeg þarf að tala við þig.
Steinunn
- stendur upp.
Það væri gaman að vera eins falleg og biskupsdóttirin.
Loftur
- gengur innar eftir gólfinu.
Já, hún er falleg.
- Gáir sín.
Þú ert líka falleg.
Steinunn
Hvað viltu mjer?
Loftur
Jeg var búinn að ákvarða að tala við þig í dag. Hefðir þú ekki komið hingað inn, þá hefði jeg leitað þig uppi.
Steinunn
- hefur látið fötuna til hliðar og sest.
Loftur
- raunalegur.
Þú hafðir ástæðu til þess að trúa því, að jeg