Þessi síða hefur verið prófarkalesin
80
elskaði þig. Þú lagðir alt í sölurnar mín vegna. Það hryggir mig, Steinunn — en jeg elska þig ekki.
Steinunn
- kyrlát.
Jeg vissi það.
Loftur
Þú hefur aldrei krafist neins. Þú treystir mjer. Væri traustið eitt nægilegt til þess að skapa ást, hlyti jeg að elska þig.
Steinunn
Í gær varð jeg þess vís, að þú elskaðir mig ekki, en jeg vonaði að þú segðir mjer ekki frá því.
Loftur
Mjer fjelst ekki svo þungt um þetta í morgun. En þegar þú komst inn í stofuna og jeg sá framan í þig, skildi jeg, hvað yfirsjón mín var stór.
- Gengur aftur út að glugganum, stendur kyr.
Steinunn
- stendur á fætur.
Jeg hefði átt að leyna þig því, hvað vænt mjer þótti um þig.
Loftur
- snýr sjer að henni.
Hverju, sem þú trúir á mig, máttu aldrei