Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/85

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

81

efast um, að jeg var sannfærður um það sjálfur, að jeg ynni þjer af heilum hug.

Steinunn

kuldalega.

Ertu ástfanginn af biskupsdótturinni?

Loftur

Getum við ekki skilið beiskjulaust. Sýndu mjer göfuglyndi, Steinunn, og gleymdu því, sem okkur hefur farið á milli.

Steinunn

tekur um stólbak.

Hvað hefur okkur farið á milli? Þú hefur kent mjer að njóta gleði syndarinnar. Hræðslan var eins og þoka í kringum mig — hún stækkaði þig og hamingju mína. Ástaratlot þín voru herskarar gegn samvisku minni. Þegar jeg hugsaði til móður minnar, roðnaði jeg af blygðun og í sömu andránni gat jeg grátið af hamingju. — Og nú heimtar þú, að jeg gleymi.

Loftur

sorgbitinn.

Jeg ætlaði ekki að vinna þjer mein. Jeg hjelt að jeg elskaði þig.

Steinunn

Hjelstu að þú elskaðir mig. Vissir þú það ekki?

6