Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/87

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

83

Loftur

Þú heldur að mjer finnist þú ekki vera mjer samboðin — og þó getur þjer þótt vænt um mig.

Steinunn

Jeg hef gefið þjer svo mikið, að jeg get ekki slept þjer. Þú verður að vera góður við mig, Loftur. Öll ætt mín er stórlynd — og þunglynd. Jeg veit ekki, hvort jeg gæti afborið það, að þú brygðist mjer. Vinnufólkið myndi hlakka yfir óförum mínum og gera sjer upp meðaumkvan. Jeg held að það dræpi mig.

Loftur

Vinnufólkið getur ekki aumkvast yfir það, sem það veit ekki neitt um.

Steinunn

Það veit meira en þú heldur. Vinnufólkið er eins og öfundsýkin, það hefur augun alstaðar. Jeg hef reynt að vera vinaleg í viðmóti við alla, en enginn hefur endurgoldið mjer það. Vinnufólkið hatar mig.

Loftur

Jeg hjelt að dómar vinnufólksins lægju þjer í ljettu rúmi. Jeg hjelt þú værir öðruvísi en hitt fólkið.

Steinunn

Guð er stundum svo langt í burtu, en dómur

6*