Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/88

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

84

mannanna er alt af við látinn. — Hafðu meðaumkun með mjer!

Loftur

mjög hryggur.

Mjer hefur farist illa við þig. Jeg bið þig um að fyrirgefa mjer, ef þjer er það unt. Þú getur ekki óskað þess, að jeg giftist þjer af meðaumkun. Það yrði þjer ekki til neinnar gæfu.

Steinunn

Sýnist þjer jeg líta út, eins og jeg sje að hugsa um gæfu?

Loftur

Röddin er hljómlaus.

Jeg skal vera alveg hreinskilinn við þig. Þú getur dæmt mig eftir vild þinni. Þú spurðir mig, hvort jeg elskaði biskupsdótturina. — Hjartað í mjer barðist af gleði, af því jeg sá lítinn fátækan telpuhnokka í einum af gömlu kjólunum hennar Þegar hún kom inn í stofuna í gær — Jeg var eins og blindur maður, sem alt í einu hefur fengið sjónina.

Steinunn

hranalega.

Biskupsdóttirin er auðugri og af göfugri ættum, en jeg.