Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/89

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

85

Loftur

Ætlar þú mig svona auvirðilegan?

Steinunn

Hvernig á jeg að vita, hverju þú leynir á bak við orðin. Þú ber þau fyrir þig eins og skjöld. Værir þú nógu göfuglyndur til þess að telja okkur jafn-rjettháar, af því við báðar erum manneskjur, ljeki þjer enginn vafi á, hvernig þú ættir að breyta. Tilfinningar þínar eru eins og roksandur — eitt í dag og annað á morgun. Þú verður að byggja hús þitt á skyldurækni og sómatilfinningu.

Loftur

lágmæltur.

Vildir þú lifa með mjer æfina, ef jeg yrði valdagjarn og vondur maður. Ef jeg legði sál mína í sölurnar, til þess að ná myrkrinu í mína þjónustu.

Steinunn

Við hvað áttu, maður?

Loftur

Það er annarlegur logi í svipnum.

Við erum ekki nema skugginn af því verulega. Það verulega eru þau tvö völd, það illa og það góða og sálirnar, sem þau hafa skapað í sameiningu. Það illa stendur mönnunum nær, á sama hátt og eldur jarðarinnar er nær okkur