Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/90

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

86

en sólin. — Það illa getur náð fullkomnun sinni — en helgasta löngun mannsins hlýtur þó að vera löngunin eftir því góða.

Hryggur.

Frá því jeg fann, að jeg hafði bundist þjer, hneigðist allur hugur minn meira og meira að myrkrinu.

Steinunn

Á jeg nú að vera sek í því?

Loftur

Nei, þú ert án allra saka.

Gengur hvíldarlaust um gólf.

Jeg ljet ginnast af spegilmynd í rennandi vatni.

Steinunn

Er jeg spegilmynd?

Loftur

Ekki var það endurminningin um sál þína, sem hjelt mjer andvaka á nóttunum.

Steinunn

hrygg.

Hefur þú nokkurn tíma spurt um sál mína?

Loftur

Þú verður að trúa mjer, Steinunn. Ættum við að búa saman um æfina, yrðum við hvort