Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/91

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

87

öðru til kvalar. Við yrðum bæði að vondum manneskjum.

Steinunn

Hún rennir grun í sannleikann.

Hefur þú sagt biskupsdótturinni, að þú værir ástfanginn af henni?

Loftur

þegir andartak.

Já.

Steinunn

nöpur.

Baðstu hana um að verða konan þín?

Loftur

snýr sjer frá henni og gengur til dyranna.

Steinunn

hleypur til dyranna til þess að varna honum útgöngu.

Ætlarðu að leggja á flótta?

Loftur

Farðu!

Steinunn

Því hrindurðu mjer ekki frá hurðinni?

Loftur

Svipurinn verður myrkur, augun leiftra af illum hálf-óafvitandi óskum.