Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/92

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

88

Jeg vildi óska að þú værir dauð!

Það kemur hræðsla í svipinn,hann gengur innar í stofuna, sest og felur andlitið í höndum sjer.

Steinunn

stendur andartak við dyrnar, gengur til hans.

Þú hefur einusinni sagt að jeg væri mikillát. Heldurðu að það sje þín vegna að jeg hef fargað mikillætinu?

Varirnar skjálfa og gráturinn skyggir yfir svipinn.

Þú hefur sjeð rjúpuna sópa rykuga götuna með vængjunum til þess að verja ungana sína. — Jeg er barnshafandi.

Krýpur og fer að hágráta.

Loftur

stendur upp.

Guð hjálpi mjer!

Grátur Steinunnar er hljóður, en sár. Rigningin lemur á rúðunum.

Loftur

hefur fjarlægst Steinunni. Það kemur meðaumkun í svip hans.

Jeg vildi óska, að þú værir ókunnug manneskja, sem jeg gæti huggað.

Steinunn

grátandi.

Jeg hef vitað það í rúman mánuð, en jeg gat