Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/93

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

89

ekki fengið mig til að segja þjer frá því. Jeg beið eftir þeim degi, að þjer þætti svo vænt um mig, að jeg gæti ímyndað mjer, að þetta væri okkur báðum gleðiefni.

Loftur

Við verðum að vera sterk. Við megum ekki láta forlögin yfirbuga okkur.

Alt í einu, í óviðráðanlegri óþolinmæði.

Hættu þessum gráti!

Steinunn

stendur upp. Stillir sig, svipurinn verður kuldalegur og athugull.

Loftur

Vita nokkrir um þetta aðrir en við?

Steinunn

Nei.

Loftur

gengur um gólf, nemur staðar í miðju tali við og við. Ákveðni hreimurinn í röddinni minnir á föður hans.

Þú verður að fara burt hjeðan af staðnum. Á annan hátt er ekki hægt að halda þessu leyndu. Jeg tala við pabba minn seinna í dag og bið hann liðsinnis. Hann verður að útvega einhvern stað, þar sem þú getur fengið hæli. Engir aðrir, en við þrjú, þurfa nokkurn tíma