Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/94

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

90

að fá vitneskju um þetta. Þegar barnið er fætt, skal jeg sjá um að koma því í góðar hendur. Pabbi minn hefur gefið mjer peninga, svo það get jeg sjeð um án hans hjálpar. Jeg hef lofað þjer því, að þú þurfir aldrei að bera neinn kvíðboga fyrir barninu. — Það örðugasta er, hvernig þú getur komist hjeðan í burt, án þess það veki eftirtekt.

Steinunn

Er það örðugast?

Loftur

hranalega.

Já, það er það örðugasta. — En við höfum ráð við því líka. Jeg bið föður minn að segja, þegar hann kemur aftur úr ferðinni, að einhver af kunningjum hans hafi beðið hann um að útvega sjer vetrarstúlku, og jeg bið hann að stinga upp á þjer.

Steinunn

undirförul á svipinn.

Skiftir þig það miklu, að jeg fari?

Loftur

Þú verður að fara, bæði vegna mín og þín.

Steinunn

Við skulum sleppa mjer. Ef jeg ljósta þessu upp, verður þú vægðarlaust rekinn úr skóla, þó