92
Steinunn
- rólegri.
Jeg kæri mig ekki um að eyðileggja þig. Þið sjáið fyrir presti, sem vill gefa okkur saman leynilega, annaðhvort þú eða faðir þinn. Þegar jeg er orðin eiginkonan þín, skal jeg undireins fara hvert á land, sem þú vilt.
Loftur
Þú ætlar að ógna mjer til þess að giftast þjer.
Steinunn
Það stendur skrifað, að konan eigi að vera manni sínum undirgefin. Það stendur hvergi skrifað, að frilla hans eigi að vera það.
Loftur
Hingað til hef jeg fundið til meðaumkunar með þjer. Nú er jeg tilfinningarlaus gagnvart þjer.
Steinunn
Tilfinningar þínar varða mig engu lengur. Jeg ber málið undir skynsemi þína. Mundu eftir því, að jeg er auðugri nú en áður. Sæmd þín og framtíðarvonir eru heimanmundur minn.
Loftur
Þótt öll auðæfi biskupssetursins væru heimanmundur þinn, þá yrðir þú aldrei konan mín.
- Snýr sjer frá henni.