Fara í innihald

Blaðsíða:Galdra-Loftur (1915).djvu/99

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

95

Loftur

Þá hvíldi ábyrgðin á þeim, sem hefðu veitt því uppeldi, en ekki á mjer — ef ábyrgðin hvílir þá ekki einhverstaðar annarstaðar, en á manneskjunum.

Steinunn

færir sig fjær honum.

Þó að þú svíkir mig í trygðum. Þó að þú afmáir mig úr endurminningu þinni. Barnið mitt getur þú ekki tekið frá mjer.

Snýr sjer að honum.

Jeg skal ala það upp í hatri. Ef til vill get jeg ekki truflað einveru þína — en jeg get auðgað þig ljótum draumi. Á efsta degi skaltu mæta andliti, sem er alveg eins og þitt, nema afskræmt af syndum og ástríðum. Það andlit heimtar af þjer sál sína!

Loftur

Rómurinn er hás.

Ef þú ert sú ófreskja að þú ætlar þjer að ala barnið þitt upp í hatri — þá gerðu það! Engin af ógnunum þínum fær mig til að bindast æfilangt konu, sem jeg hata.

Steinunn

Sem þú hatar!

Í örvænting sinni grípur hún til örþrifaráða.