Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/20

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

11

er það, sem ég vil fá að vita“, sagði hann. „Ég hef verið skammaður og laminn og mér hefur verið formælt, og þegar bezt hefur látið, þá hef ég verið látum afskiptalaus. Og hvað hef ég til unnið? Ég hef margborgað fæði mitt og föt. Ég vil ekki þola þetta — nei, ég vil það ekki“, sagði hann og kreppti hnefann.

Síðan sagði hann konu sinni, að hann ætlaði að gjöra tilraun til að flýja, hvað sem skeði. Hún hlustaði á hann hrædd og skjálfandi. Eptir langt samtal sagði Georg: „Svona nú, Elísa, þú verður að herða upp hugann, því ég er farinn.“

„Farinn, Georg; farinn hvert?“

„Til Canada“, sagði hann og rétti úr sér — „og þegar ég er kominn þangað, ætla ég að kaupa þig og drenginn. Þú hefur góðan húsbónda, sem ekki mun neita að selja mér þig; eg skal kaupa þig og drenginn, með guðs hjálp skal ég gjöra það.“

„Og ef þér yrði náð; það væri voðalegt!“

„Ég læt ekki ná mér, fyr skal ég deyja! Ég ætla að verða frjáls, eða deyja!“

Georg stóð og hélt í hendur Elísu, og horfði í augu hennar. Þau stóðu þegjandi. Svo,voru töluð síðustu skilnaðarorðin; andvörp og beiskur grátur. Það var skilnaður, eins og þeirra, er litla von hafa um að sjást aptur. Hvorugt grunaði að eptir fáar klukkustundir mundu Elísa og Harry litli einnig verða á flótta.