Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/65

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

56

leggjunum um hálsinn á honum. „Þú átt nóga peninga, ég veit það vel. Ég þarf á honum að halda.“

„Til hvers, vina mín?“ sagði faðir hennar, „ertu að hugsa um að hafa hann til að bera þig á háhesti, eða hvað?“

„Ég þarf að láta hann eiga gott,“ sagði litla stúlkan.

„Það er vissulega einkennileg ástæða,“ sagði faðir hennar.

St. Clare, sein var mjög þakklátur fyrir björgun barns síns hafði þegar samið við þrælakaupmanninn um að kaupa Tómas. Hann fór að finna Haley og afhenda honum andvirði Tómasar.

„Gott“ sagði Haley, sem var hæst-ánægður yfir viðskiptum þessum; hann tók upp afgamla leðurblekbyttu, ritaði kvittun fyrir borguninni og fékk St. Clare.

„Komdu nú Eva,“ sagði faðir hennar og tók í hönd dóttur sinnar; þau gengu þangað sem Tómas sat, hinum megin á þilfarinu. „Stattu upp Tómas,“ sagði hann vingjarnlega og sjáðu hvernig þér lízt á nýja húsbóndann þinn.“

Tómas leit upp, „Guð blessi yður, húsbóndi minn,“ sagði hann með tárin í augunum.

„Það vona ég hann gjöri,“ sagði St. Clare. „Segðu mér nú, hvað þú kannt að vinna. Kanntu að stýra vagni?“

„Ég hefi jafnan fengizt við þann starfa,“ sagði Tómas.

„Þá held ég að ég megi gjöra þig að vagnstjóra mínum, en með því skilyrði einungis að þú verðir ekki drukkinn nema einu sinni í viku.“