Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/72

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

63

það við sig að nota að mestu leyti eigið herbergi sitt fyrir starfs- og skólastofu. Það leið ekki á löngu, áður en Topsý var alþekkt á staðnum og í grenndinni. Hún virtist hafasérstaka hæfileika til að dansa, velta sér, klifra, syngja, blístra og herma eptir sérhvert hljóð, er hún heyrði. Þegar hún var að leika sér, þyrptust öll börn á staðnum utan um hana, og horfðu á hana — með undrun og aðdáun. Ekki megum vér gleyma ungfrú Evu, það var svo að sjá sem hinir tryllingslegu leikir Topsýar töfruðu hana, eins og þegar saklaus dúfa seyðist að glitrandi höggormi.

Topsý var fljót að læra allt, sem henni var sett fyrir, þegar hún vildi sjálf; og ekki leið á löngu, áður en Topsý gat gjört svo vel hreint og búið um rúmið í svefnherbergi Ophelíu, að hún hafði ekkert út á það að setja; það gjörði Topsý raunar ekki nema þegar hún vildi það sjálf, en þá gat heldur enginn jafnast á við snilli hennar í því að breiða ábreiðuna á rúmið, eða hagræða mununum í herberginu. Þegar Ophelía var búin að segja henni til með stakri nákvæmni og vandvirkni í marga daga, og var nú loks farin að hugsa, að Topsý væri farin að sjá að sér, svo óhætt mundi að láta hana eina um verkið, og ef hún vék þá frá og tók að sinna hússtörfum sínum, þá var Topsý vís til að hafa það að leik í fleiri eða færri klukkustundir, að klæða sig í allavega skrípabúninga. Í stað þess að búa um rúmið, tók hún þá til að taka koddaverin af koddunum, stakk höfðinu svo ofan á milli koddanna, svo það varð alþakið fjöðrum, klifraði upp eptir rúmstólpunum líkt