Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/81

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

XVII. Seinasta gjöf Evu.

Eva hallaði sér aptur á koddann; hár hennar liðaðist umhverfis andlitið, kinnar hennar voru eldrauðar, en að öðru leyti var hún náföl. Fólkinu hnykkti mjög við, það leit hvert til annars, og varpaði öndinni. Það var steinhljóð.

Eva reis við og horfði lengi og alvarlega á hvern einstakan af fólkinu. Allir voru hryggir og margt af kvennfólkinu hélt svuntum sínum fyrir andlitið.

„Eg sendi eptir ykkur, kæru vinir mínir,“ sagði Eva, „af því mér þykir svo vænt um ykkur, og eg hef nokkuð til að segja ykkur, sem eg vil að þið munið æfinlega ... Eg fer nú bráðum frá ykkur. Eptir fáar vikur sjáið þið mig ekki framar hér“.

Lengra komst hún eigi fyrir grátstunum og andvörpunum allra, er við voru staddir, sem yfirgnæfðu algjörlega hina veiku rödd hennar. Hún þagði nokkur augnablik, og sagði svo með málróm, er stöðvaði grátstunur allra:

„Það er enginn ykkar á meðal, sem ekki hefur ætíð verið góður við mig; og mig langar til að gefa ykkur eitthvað, sem minnir ykkur á mig í hvert skipti, sem þið lítið á það. Eg ætla að gefa hverjum ykkar lokk úr hárinu mínu, og þegar þið horfið á lokkinn, þá eigið þið að hugsa um það, að eg elskaði

72