Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/86

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

XVIII. Legree.

St. Clare lagðist hættulega veikur eptir að Eva dó. Harm komst þó á fætur aptur, en aldrei náði hann sér til fulls. Harm reyndi að sökkva sér niður í störf sín, en honum tókst eigi að bæla sorg sína með því. Ókunnugu fólki sýndist hann glaður og kátur, en í hjarta sínu bar hann þunga sorg. Einn dag er hann var að skilja tvo menn, sem áttu í illdeilu, vildi svo til að annar maðurinn rak hníf í hann. Var hann borinn heim og dó litlu síðar.

Áður en hann dó, hafði harm ráðgjört að gefa Tómasi frænda frelsi; en skriflegir samningar því viðvíkjandi voru aldrei fullgjörðir, og veslings Tómas var dæmdur til að lifa og deyja sem þræll.

Eptir að St. Clare var dáinn, ráðfærði kona hans sig við lögfræðing einn, og við bróður St. Clare's, og kom þeim saman um að hentast mundi vera að selja jörðina og alla þjónana, nema þá, sem hún hafði sérstaklega sjálf yfir að ráða, og sem hún ætlaði að hafa með sér til föður síns, sem var ríkur plantekrueigandi.

„Veiztu það Tómas, að það á að selja okkur öll?“ sagði einn af þrælunum við Tómas.

„Hvernig veiztu það?“ spurði Tómas.

77