Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/100

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

94

er eitt sem jeg hefi hugsað mikið um, og sem jeg ætla að spyrja þig um: er það satt það sem sagt er, að þú getir gert þig eins lítinn og þjer sýnist?“

„Víst er það satt“, sagði kölski.

„Æ, þá gætirðu gert mjer þann greiða að skríða niður í þessa pyngju hjerna og gá hvort hún er heil“, sagði smiðurinn. „Jeg er svo hræddur um að jeg týni ferðapeningunum mínum“.

„Það skal jeg gjarnan gera“, sagði skolli. Hann gerði sig agnarlítinn og skreið niður í pyngjuna. En ekki var hann fyr kominn ofan í, en smiðurinn lokaði pyngjunni.

„Jú, hún er alsstaðar heil, og hvergi gat“, sagði fjandinn í pyngjunni.

„Ja, þú segir það laxi“, sagði smiðurinn, „en mjer finst betra að hafa allan vara á um það, jeg ætla að sjóða hlekkina svolítið til frekari fullvissu“, með það lagði hann pyngjuna á eldinn og hún varð fljótt glóandi.

„Æ, æ, æ“, skrækti fjandinn í pyngjunni. „Ertu vitlaus, veistu ekki að jeg er í pyngjunni?“

„Ja, ekki get jeg hjálpað þjer, það er sagt að maður eigi að hamra járnið meðan það er heitt“, sagði smiðurinn, og með það tók hann stóru sleggjuna sína, lagði pyngjuna á steðjann, og barði á hana eins fast og hann hafði krafta til.

„Ó, ó, ó,“ æpti skolli í pyngjunni. „Góði vinur, ef þú lofar mjer út, skal jeg aldrei koma aftur“.

„Ja, nú held jeg að hlekkirnir bili ekki“, sagði smiðurinn, „og nú getur þú komist út“. Svo opnaði hann pyngjuna og skrattinn af stað, svo fljótt að hann leit ekki einu sinni við á hlaupunum.

En eftir nokkurn tíma datt smiðnum það í hug, að það hefði kanske verið heimskulegt af sjer að gera kölska reiðan við sig. „Því ef jeg kæmist nú ekki inn í himnaríki“, hugsaði hann, þá gæti svo farið, að jeg yrði yfirleitt húsnæðislaus í eilífðinni, fyrst jeg er búinn að reita karl þann til reiði, sem ræður húsum á neðri