Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/101

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

95

bygðinni. Svo hugsaði smiðurinn að hann yrði að reyna að athuga í hvorn staðinn maður gæti komist, til þess að hafa tímann fyrir sjer, svo hann tók sleggjuna sína og hjelt af stað.

Þegar hann hafði farið nokkra leið, kom hann að krossgötum, þar sem vegurinn til himnaríkis liggur frá þeim sem til heljar má snúa. Þarna náði smiðurinn skraddara einum, sem hraðaði sjer áfram með pressujárnið sitt í hendinni. „Góðan daginn“, sagði smiðurinn. „Hvert ætlar þú?“

„Til himnaríkis og reyna hvort jeg fæ ekki inni þar“, sagði skraddarinn. „En hvert ferð þú?“

„O, við eigum þá ekki langa samleið“, sagði smiðurinn. „Jeg hefi nú hugsað mjer að reyna í víti fyrst, af því að jeg þekki húsbóndann þar lítilsháttar“.

Svo kvöddust þeir og hvor fór sína leið, en smiðurinn var sterkur maður og göngugarpur hinn mesti og gekk langtum hraðar en skraddarinn, og ekki hafði hann lengi gengið áður en hann kom að hliðum vítis. Hann ljet vörðinn segja frá komu sinni, og segja að hann vildi gjarnan segja nokkur orð við húsbóndann. Fjandinn bað varðmanninn að spyrja, hver komumaður væri.

„Skilaðu kveðju til kölska og segðu, að kominn sje smiðurinn, sem átti pyngjuna, og sem hann muni sjálfsagt eftir, og biddu hann blessaðann að lofa mjer inn strax, því jeg hefi smíðað fram til hádegis, og síðan hefi jeg gengið langa leið“.

Þegar skolli fjekk þessi skilaboð, skipaði hann varðmanninum að læsa hliðum helvítis með níu lásum, „og settu meira að segja einn í viðbót, því ef hann kemst inn, verður allt vitlaust í mínum húsum!“

„Hjer er þá ekkert athvarf að fá“, sagði smiðurinn við sjálfan sig, er hann sá, að þeir lokuðu hliðunum, „þá verð jeg víst að reyna himnaríki“. Og svo sneri hann við, og skálmaði stórum, þar til hann kom á krossgöturnar, þar