Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/105

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

99

halda að þjer dugi að liggja eins og dauðýfli, því hjerarnir eru ekki seinir á fæti, og betur er þeim að vera frár, sem ætlar að halda allri hjörðinni til haga“.

„Jæja, mjer er nú sama, hvernig það fer“, sagði Jón, „jeg skal fara til kóngsins og verða vinnumaður hjá honum, og hjeranna skal jeg gæta því það getur varla verið meiri vandi að gæta þeirra, en að eiga við kálfa og kýr!“ Svo tók Jón karlinn malinn sinn og lagði kotroskinn af stað.

Þegar hann hafði gengið lengi, svo hann var farinn að verða svangur, kom hann þar að sem kerlingin stóð með nefið í viðarkubbnum, og stritaði við að losa sig.

„Sæl vert þú, gamla mín“, sagði Jón. „Hvað ertu að gera við nefið á þjer, brýna það?“

„Æ, komdu hjerna drengur minn, og hjálpaðu mjer til að losa mig“, sagði kerlingin, „og gefðu mjer svo örlítinn matarbita, því jeg er orðin sæmilega svöng af því að standa hjer svo lengi, og það getur vel verið, að jeg geti gert þjer smágreiða í staðinn“.

Þá klauf Jón drumbinn fyrir hana, svo hún gat losað nefið, síðan gaf hann henni af nesti sínu, og kerlingin var æði matlystug, hún át bróðurpartinn af nestinu.

Þegar þau voru búin að borða, gaf kerlingin Jóni pípu, sem var svo gerð, að ef maður bljes í annan endann á henni, þá fór alt það langt frá manni, sem maður vildi hafa burtu, en ef blásið var í hinn endann, kom það alt aftur til manns, og ef hann týndi pípunni, eða einhver fengi hana hjá honum, gæti hann fengið hana strax aftur, bara með því að óska að hún væri komin.

Þegar Jón kom til kóngshallar, var hann strax ráðinn fyrir smala, og átti hann að fá kaup og fæði, og gæti hann gætt hjeranna kóngsins, svo enginn týndist, væri ekki ómögulegt, að hann fengi kóngsdóttur fyrir konu; en ef nokkur hjeranna týndist, skyldi Jóni verða varpað í ormagarðinn, en fyrst yrðu ristar þrjár skinnlengjur af bakinu á honum. Og kóngurinn var svo viss um, að Jón