Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/106

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

100

myndi týna af hjerunum, að hann fór að brýna hnífinn sinn strax.

„Það er nú ekki mikið verk að gæta þessara hjera“, sagði Jón heldur drjúgur, því þegar þeir fóru á beit, voru þeir þægir eins og bestu kindur. Og meðan hann var með hjerana í heimahögum, gekk alt vel, en er hann nálgaðist skógarásana fór heldur að versna, og þustu nú hjerarnir í allar áttir, og þegar leið að hádegi, og sólskinið var orðið bjart og heitt úti, fóru hjerarnir að fela sig í skorningum og holum.

„Jæja, ef þið viljið dreifa ykkur, þá er það velkomið“, sagði Jón, bljes í annan enda pípunnar sinnar, og hjerarnir þustu eins og fjaðrafok í allar áttir, miklu lengra en þeir höfðu nokkurntíma farið áður. Svo hvíldi hann sig og ljet fara vel um sig í sólskininu, en síðan reis hann upp, er tími var til kominn og bljes í hinn endan á pípunni, og áður en hann gæti áttað sig, voru allir hjerarnir komnir og stóðu fyrir framan hann í röðum eins og hermenn. „Þetta er meiri pípan“, sagði Jón smali við sjálfan sig. Síðan rak hann hjerana heim til kóngshallar, eins og kindahóp.

Kóngur og drotning og meira að segja kóngsdóttir stóðu úti og furðuðu sig á hverskonar smali þetta væri, sem gætti hjeranna þannig, að hann kæmist með þá heim aftur, og kóngur taldi og reiknaði, og benti á hvern einstakan hjera og taldi á fingrum sjer og lagði saman aftur, en það vantaði ekki svo mikið sem einn hjeraunga. — „Þetta er sveimjer duglegur smali“, sagði kóngsdóttir.

Daginn eftir fór hann aftur út í haga með hjerana. En þegar hann lá og ljet fara vel um sig úti í hlíð og át jarðarber, kom þerna kóngsins til hans. Hún hafði verið send, til þess að komast eftir því, hvernig hann færi að að gæta hjeranna svona vel.

Jón tók upp pípuna og sýndi henni. Svo bljes hann í annan endann, og hjeranir dreifðu sjer eins og fjaðrafok yfir hæðir og ása, en síðan bljes hann í hinn, og um leið