Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/107

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

101

komu þeir hlaupandi og röðuðu sjer fyrir framan hann.

Þetta fanst þernunni skemtileg pípa. Hún sagðist gjarna vildi gefa hundrað dali fyrir hana. — „Viltu selja hana?“ sagði hún,

„Já, þetta er mikil pípa“, sagði Jón smali, og fyrir peninga er hún ekki föl, en ef hún vildi láta hann hafa hundrað dali og koss í uppbót á hvern dal, þá skyldi hún fá pípuna, sagði hann.

Jú, það sagðist hún skyldi gera; hún skyldi jafnvel láta hann fá tvo kossa með hverjum dal og þakkir í kaupbæti.

Svo fjekk hún pípuna. En þegar hún kom heim í kóngshöllina, þá var pípan horfin, því Jón smali hafði óskað að hún hyrfi til sín aftur, og þegar leið að kveldi, kom hann heim með hjerana sína eins og þægan fjárhóp, og kóngurinn fór kannske að telja og reikna, en þeir voru samt allir.

Þriðja daginn sem hann gætti hjeranna, sendu konungshjónin dóttur sína til hans, til þess að ná af honum pípunni. Hún gerði sig mjög blíða á manninn, bauð honum 200 dali ef hann vildi selja henni pípuna og segja henni hvernig hún ætti að fara að, til þess að komast með hana alla leið heim.

„Þetta er stórmerkilegpípa“, sagði Jón, „og ekki er hún föl“, sagði hann, en hann yrði víst að gera það fyrir hana að láta hana fá pípuna, ef hún borgaði honum 200 dali og kysti hann tvö hundruð kossa í tilbót, en ef hún vildi ekki missa pípuna, þá var bara að gæta hennar vel, og fyrir því varð hún að sjá sjálf.

Þetta fanst kóngsdóttur hátt verð fyrir eina hjerapípu, og það var eins og henni væri ekki um að láta Jón smala hafa alla þessa kossa, en fyrst þetta var inni í skógi, og enginn sá til, þá varð að hafa það, því pípuna varð hún að fá, hugsaði hún. Og þegar Jón smali var búinn að fá sitt vel útilátið, skundaði kóngsdóttir heimleiðis og hjelt dauðahaldi um pípuna alla leiðina, en þegar hún var rjett