Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/111

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

105

smali, og svo fór hann að segja frá drotningunni, hve nísk hún væri á skildinginn, og ósýnk á rembingskossa, — „jeg verð að ljúga meiru, ef kerið á að fyllast“, sagði Jóni smali.

„Nú finst mjer það sæmilega fult“, sagði drotningin.

„Ekki finst mjer það“, sagði kóngur.

Þá fór Jón að tala um það, þegar kóngur kom til hans, og mintist á hvítu merina niðri í mýrinni, — og ef hann vildi fá pípuna, þá yrði hann .... já með leyfi, ef jeg á að ljúga kerið fult, þá verð jeg að segja sitt af hverju..“, sagði Jón smali.

„Hættu strákur, hættu, það er fult! Sjerðu ekki að það flóir út af barminum?“, kallaði kóngur.

Svo fanst þeim best konungshjónunum, að Jón fengi dóttur þeirra og hálft ríkið, það var ekki annað hægt.

„Ja, þetta var meiri pípan“, sagði Jón smali.