Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/113

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

107

„Nei, nei, bíðið örlítið“, sagði faðir drengsins, „jeg þarf að fá að vita hvað þú heitir og hvar þú átt heima“, sagði hann.

„Ó, jeg á heima bæði í austri, vestri, suðri og norðri, og Vindskeggur bóndi heiti jeg“, sagði meistarinn. — „Eftir ár getur þú komið hingað aftur, og þá skal jeg segja þjer, hvort það er hægt að gera hann svona lærðan“, sagði hann. Og svo óku þeir áfram í loftinu og hurfu.

Þegar árið var liðið, kom faðirinn og spurði um son sinn. — „Ó, það er nú ekki hlaupið að því, að læra svona mikið á einu ári. Nú er hann rjett farinn að læra að stauta sig áfram í fræðunum“. Jæja, svo samdist þeim um að Vindskeggur bóndi skyldi kenna piltinum eitt ár enn, og faðir hans svo koma og sækja hann.

Þegar ár var liðið, hittust þeir enn á sama stað. — „Jæja, er hann nú orðinn fullnuma“, spurði faðirinn. — „Nú er hann meistari minn, og nú sjerð þú hann aldrei framar“, sagði Vindskeggur bóndi, og áður en maðurinn gat almennilega áttað sig á því, hvað um var að vera, voru þeir horfnir báðir tveir, Vindskeggur og sonur hans.

Þegar maðurinn kom heim, spurði húsfreyja, hvort sonur þeirra kæmi ekki líka, eða hvað væri orðið af honum. — „Ó, guð einn veit, hvað um hann varð“, sagði maður hennar, „þeir flugu upp í loftið“, og svo sagði hann konu sinni, hvernig þetta hefði allt farið. En þegar konan heyrði, að maður hennar vissi ekki, hvar sonurinn væri niður kominn, þá sendi hun hann af stað aftur. „Þú skalt sækja drenginn, þótt þú verðir að sækja hann til vonda karlsins sjálfs“, sagði hún; fjekk honum neftóbak og nesti í malinn.

Þegar hann hafði gengið langar leiðir, kom hann að miklum skógi, og gekk allan daginn um skóginn, og þegar fór að rökkva, sá hann stórt rjóður og þangað