Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/117

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

111

maðurinn hjelt að alt myndi hrynja, en hann vaknaði samt ekki. Svo sagði örninn manninum, hvað hann ætti að gera þar á eftir, og hann fór eftir ráðum hans: gekk að fjósdyrum og þar rakst hann á stóran stein. Þenna stein tók hann með sjer, undir honum voru þrír hefilspænir, og þá tók hann líka. Svo barði hann á fjósdyrnar og þær opnuðust strax. Hann kastaði þá brauðsneiðunum þrem, og hjeri kom hlaupandi og át þær. Svo tók maðurinn hjerann. Örninn bað svo manninn að taka þrjár fjaðrir úr stjeli sínu, og setja hjerann, steininn og hefilspænina þar í staðinn, ásamt sjálfum sjer og svo skyldi hann fljúga með alt saman heim.

(Image: „Æ“, sagði Vindskeggur.)

Þegar örninn hafð flogið langar leiðir, settist hann á stein.