Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/118

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

112

„Sjerðu nokkuð?“ spurði hann manninn.

„Já, jeg sje krákuhóp koma fljúgandi á eftir okkur“, sagði maðurinn.

„Jæja, þá er víst best að halda áfram“, sagði örninn, og svo flaug hann aftur af stað.

Eftir stundarkorn spurði örninn aftur: „Sjerðu nokkuð?“

„Já, nú eru krákurnar alveg að ná okkur“, sagði maðurinn.

„Kastaðu þá fjöðrunum þrem, sem þú tókst af Vindskegg“. Maðurinn gerði svo, og fjaðrirnar urðu að hrafnahóp, sem rak krákurnar heim aftur.

Svo flaug örninn langar leiðir með manninn og settist svo á stein til að hvíla sig.

„Sjerðu nokkuð?“ spurði hann.

„Jeg er ekki viss um það“, sagði maðurinn, en jeg held að það sje eitthvað á ferðinni þarna langt í burtu“

„Við verðum þá víst að halda áfram“, sagði örninn.

„Sjerðu nokkuð?' spurði örninn eftir dálitla stund.

„Já“, sagði maðurinn, nú er Vindskeggur bóndi á hælum okkar“ sagði hann.

„Kastaðu þá hefilspónunum, sem þú tókst við fjósdyrnar“, sagði örninn. Maðurinn gerði svo, og þeir urðu að gríðarlega stórum skógi, svo Vindskeggur varð að fara heim og sækja öxi til þess að höggva sjer braut í gegnum hann. Svo flaug örninn en langa leið, en fór svo að þreytast og settist í trje.

„Sjerðu nokkuð nú?“ sagði hann eftir góða stund.

„Já, nú er hann Vindskeggur að ná okkur aftur“, sagði maðurinn.

„Kastaðu þá steininum sem þú tókst við fjósdyrnar“, sagði örninn. Maðurinn gerði það, og steinninn varð að háu fjalli og löngu, sem Vindskeggur varð að grafa sig í gegnum. En þegar hann var kominn inn í mitt