Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/12

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest

6

starfsemi hafi átt drjúgan þátt í þeirri þjóðernisvakningu, sem yfir Noreg gekk um þessar mundir. Asbjörnsen varð síðar skógræktarstjóri Noregs, en hélt áfram þjóðsagna- og æfintýrasöfnuninni til dauðadags, og var þá safn hans orðið mikið að vöxtum.

..Ég vona að íslenzk æska sé enn ekki orðin svo háð tímum tækni og hraða, að hún geti ekki gefið sér tíma til þess að líta inn í ríki hinna fornu æfintýra, sem draumar kynslóðanna hafa skapað, og sem þær mega ekki missa. Því það hverfur margt ómissandi úr lífi hvers barns, hvers manns, ef ímyndunaraflið þver.

Þýðandinn.