Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/122

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

116

hann aftur fyr en Vindskeggur sjálfur kemur og gerir það, en þá heimtar hann líka hringinn í kaup“.

„Jeg get sagt, að jeg hafi erft hann eftir móður mína“, sagði kóngsdóttir, „og að jeg vilji alls ekki missa hann“.

Jú, svo breytti Hans sjer í gullhring og setti sig á fingur kóngsdóttur og þar gat Vindskeggur ekki náð honum. En svo fór, eins og piltur hafði sagt. Kóngurinn varð veikur og enginn læknir gat læknað hann, fyr en Vindskeggur kom, og hann heimtaði hringinn, sem kóngsdóttir var með á fingrinum. Þá sendi kóngurinn til dóttur sinnar eftir hringnum. En hún sagðist ekki vilja missa hann, því hún hefði fengið hann eftir móður sína. — Þegar konungur heyrði þetta, reiddist hann og sagði, að hann vildi fá hringinn, hvaðan sem hún hefði hann.

„Það þýðir nú ekki að vondskast neitt út af því“, sagði kóngsdóttir. „Jeg næ ekki af mjer hringnum, nema að fingurinn sje tekinn með“.

„Látið mig um að ná hringnum af“, sagði Vindskeggur bóndi.

„Nei, þakka þjer fyrir jeg skal reyna sjálf“, sagði kóngsdóttir og fór út að ofninum og setti sót á hringinn. Þá fór hann af og týndist í öskunni. Þá gerði Vindskeggur sig að hana og fór að róta í öskunni, en Hans gerði sig að tófu og beit hausinn af hananum, og þá var úti um illmennið Vindskegg.