Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/15

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest

9

ur sína, „því jeg veit, að hún sækist eftir að eiga eintal við þig, en það verðurðu að forðast, annars leiðir þú mikla ógæfu yfir okkur bæði“.

Einn sunnudag kom svo björninn og sagði, að nú skyldu þau leggja af stað heim til foreldra hennar. Svo fóru þau, og hún sat á baki hans, og ferðin var löng og erfið, en að lokum komu þau að stórum, hvítum, reisulegum bóndabæ og þar hlupu systkini hennar úti og ljeku sjer, og hún varð svo glöð, þegar hún sá, hvað þeim leið vel. — „Þarna búa nú foreldrar þínir og systkini“, en gleymdu ekki því, sem jeg hefi sagt, annars verðum við bæði óhamingjusöm“. Hún sór og sárt við lagði. Svo sneri björninn við aftur.

Fjölskylda stúlkunnar varð svo glöð, þegar hún kom heim aftur, að fögnuðurinn ætlaði aldrei að taka enda, fólkinu fannst það aldrei fullþakkað, sem hún hafði gert fyrir það, nú liði því svo dæmalaust vel, og öll spurðu þau hana, hvernig henni liði, þar sem hún væri. Hún sagði að sjer liði vel, hún hafði allt, sem hún vildi hendinni til rjetta, og eitthvað meira sagði hún, hvað það var, veit jeg ekki almennilega, en víst var um það, að fólkið fjekk ekki neina rjetta hugmynd um líðan hennar.

En svo síðari hluta dags fór eins og ísbjörninn hafði sagt, móðir stúlkunnar vildi tala við hana einslega og kallaði á hana inn í herbergið sitt. En þá minntist hún þess, sem björninn hafði sagt, og vildi ekki fyrir nokkra muni fara þangað inn með henni. „Við getum alltaf talað um þetta", sagði hún. En hvernig, sem það nú varð, þá gat móðirin talið henni hughvarf og fengið hana til að tala við sig einslega, og þá varð hún að segja hvernig henni liði.

Hún sagði, að það kæmi maður og háttaði hjá sjer, þegar hún væri búin að slökkva ljósið á kvöldin, en hún fengi aldrei að sjá hann, því hann væri alltaf á brott á morgnana. Þetta sagði hún, að sjer fyndist svo leiðinlegt,