Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/28

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

22

skilmálum, og síðan ferðuðust þeir saman. Og maðurinn gekk vanalega á undan og hafði leiðsögu.

Þegar þeir höfðu farið um mörg lönd, yfir ása og heiðar, komu þeir að þverhníptu bjargi. Þar barði fylgdarsveinninn á og kallaði og sagði: „Opnið þið“. Svo opnaðist bjargið fyrir þeim, og þegar þeir komu inn, kom þar tröllkerling með stóla og bauð þeim. „Þið skuluð fá ykkur sæti, þið munuð vera þreyttir“, sagði hún.

„Sestu sjálf“, sagði maðurinn. Svo varð hún að setjast niður, og varð föst við stólinn, því hann var þannig, að hann slepti ekki neinum, sem á hann settist. Svo lituðust þeir um í berginu, og þá sá fylgdarsveinninn sverð, sem hjekk yfir dyrunum. Það langaði hann til að eignast, og lofaði tröllkonunni, að sleppa henni af stólnum, ef hann fengi sverðið.

„Nei“, æpti hún. „Biddu mig um alt annað. Alt annað getur þú fengið, en ekki þriggja systra sverðið mitt“. Þær áttu það saman þrjár systur. „Jæja, þá geturðu setið þarna til dómsdags“, sagði sveinninn. En þegar flagðið heyrði það, sagði hún, að hann skyldi fá sverðið, ef hann vildi sleppa henni af stólnum.

Svo tók hann sverðið og fór með það, og ljet hana sitja fasta eftir sem áður.

Þegar þeir höfðu gengið lengi um nakin fjöll og víðar heiðar, komu þeir aftur að bergi. Þar barði fylgdarsveinninn á og skipaði að opna. Það fór eins og í fyrra skiftið, það var opnað fyrir þeim, og þegar þeir komu inn í bergið, kom tröllkona með stól og bauð þeim sæti, þeir hlytu að vera þreyttir, sagði hún.

„Sestu sjálf“, sagði fylgdarsveinninn, og svo fór fyrir henni eins og systur hennar, hún þorði ekki annað, og svo festist hún við stólinn, og gat sig ekki hreyft þaðan. Á meðan gengu pilturinn og fylgdarsveinninn um í herberginu, og fylgdarsveinninn opnaði alla skápa og skúffur, þangað til hann fann það sem hann var að leita að, en það var gullmen. Það vildi hann endilega fá, og lofaði